Gengur vel

Já það gengur sko vel hjá mér í fráhaldi. Núna er að líða dagur 6 og ég ekki sett einn bita af nammi eða öðru sykur sjokki inn fyrir mínar varir "klapp fyrir mér"Grin. Dagurinn í dag var nú ekkert spes leiddist bara, nennti ekki neinu bara slufsaðist áfram einhvernvegin.

Núna er ég hinsvegar með fulla orku og er að hugsa um að fara ganga frá þvotti taka til á meðan krakkarnir eru úti að leika. Ég sé valla son minn þessa dagana hann fer út á morgnana og kemur ekki heim fyrr en um kvöldmat, hann er bara í fótbolta og hjóla með vinum sínum þessi elska.

Af dömuni er það að frétta að hún fór til vinkonu sinnar í dag, en hún er sko ekkert fyrir það að fara heim til einhvers og vera þar vill bara vera heima hjá ser með vini sína.Já hún var sko lengi að heiman en fór um kl 15 og ég sótti hana kl 18:30 .Kannski er þetta að koma hjá henni og fer að vilja fara í heimsókn til vinkvenna sinna.

Ég er alveg sprúngin eftir kvöldmáltíðina, það var grill á þessum bæ og svo að sjálfsögðu grænmeti líka og nóg af því. Bara gott.

Erum að spá í að fraa á Vigdísarvelli á morgun, taka rúnnt og skoða ,taka með nesti og myndavélina og gera eitthvað sniðugt þar.Alltaf gaman að rúnta og skoða nágreniðHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 9 dagana núna (vonandi) gangi þér vel

Didda (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband